fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
433Sport

Ákveðinn stórliðabragur á treyjunni – Sérfræðingar kveða upp stóra dóminn

Tobba Marinósdóttir
Sunnudaginn 31. maí 2020 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mynd af nýju landsliðstreyju íslenska karlalandsliðsins í fót- bolta lak á netið fyrr í vikunni en ekki var ráðgert að kynna treyjuna fyrr en í júní. Heitar um- ræður um fegurðarmat á treyjunni fór strax á flug.


© 365 ehf / Ernir Eyjólfsson

ÁSA MARÍA REGINSDÓTTIR ATHAFNAKONA OG EIGINKONA EMILS HALLFREÐSSONAR LANDSLIÐSMANNS
LANDVÆTTIRNIR SKORA
„Ég er fyrst og fremst ánægð að sjá Ísland í Puma – og fylgja þannig í fótspor stórliðs Ítalíu. Mér finnst treyjan fallega blá, stuðlabergið viðeigandi, vaffhálsmálið er alltaf gott og landvættirnir skemmtilegt „touch“. Allt mjög íslenskt og vel gert. Ég var með tvo landsliðsmenn hjá mér þegar ég var innt eftir áliti og þeir voru ánægðir með þetta útlit ef rétt reynist. Mér finnst vera ákveðinn stórliðabragur á treyjunni og ég held að þetta sé bara byrjunin á einhverju enn betra. Mér sýnist því íslenska landsliðstreyjan koma fersk undan COVID-19 og bera vott um góða tíma og bjartsýni fyrir það sem koma skal.“

© 365 ehf / Eyþór

ARNAR MÁR JÓNSSON FATAHÖNNUÐUR
LÍKLEGUR TIL ÞESS AÐ KAUPA TREYJUNA
„Að mínu mati er landsliðstreyjan vel heppnuð. Líklega fyrsta treyja sem ég mun kaupa mér í langan tíma. Nýja merkið kemur mjög vel út, prentið á búningnum sjálfum flott og kraginn klassískur. Frekar auðvelt að kunna vel við þetta allt saman. Það er ekki verið að reyna að finna upp hjólið, sem er kannski gott þar sem okkur Íslendinga hefur vantað klæðilega treyju í langan tíma. Ég vona að efnið verði nýstárlegt og muni kannski vera með aðeins meiri framtíðarsýn. Heilt yfir, mjög vel gert!“

ELÍSABET GUNNARS VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR OG EIGANDI TRENDNET.IS
GOTT AÐ FARA ÚR ERREA
„Mér finnst mjög jákvætt að skipta yfir í Puma frá Errea – next level! Börnin mín byrja örugglega að suða bráðlega. Blái liturinn á þessari er mun fallegri en sá gamli og mér finnst treyjan hafa eitthvert útlenskt yfirbragð, líklega franskt frekar en ítalskt. Það er þó jákvæður punktur þar sem þessar þjóðir eru þekktar fyrir fallega búninga. Annars finnst mér lykilatriði að búningurinn sé látlaus svo að sem flestir geti klæðst honum, hvort sem það eru börnin mín, ég sjálf eða afi og amma. Að því sögðu finnst mér að það megi fara varlega í þessa grafík og passa að hafa hana ekki of ýkta. Ég er nokkuð sátt og miðað við þessar fyrstu myndir þá held ég að við megum hlakka til að klæðast þessari ágætu treyju – áfram Ísland!

© 365 ehf / Daníel Rúnarsson

GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON FATAHÖNNUÐUR
TÍUNDI ÁRATUGURINN Í TÍSKU
„Mér líst hrikalega vel á þessa nýju treyju og einnig á nýja barmmerkið af landvættunum. Það hafa margir bent á að grafíkin á treyjunni minni á sætisáklæði í rútu og vil ég benda á að tíundi áratugurinn er mjög mikið í tísku núna svo þessi grafík er bara akkúrat tíðarandinn núna. Endurhönnunin á landvættunum minnir mig svolítið á hollenska barmmerkið og hefur þessa tribaltilfinningu sem Puma vinnur með. Það verður svo auðvitað mjög spennandi að sjá heildarútkomuna, stuttbuxurnar og sokkarnir skipta auðvitað miklu máli, en þetta virðist vera loksins komið í góðar hendur

© 365 ehf / Anton Brink

LINDA BJÖRG ÁRNADÓTTIR LEKTOR I FATAHÖNNUN OG EIGANDI SCINTILLA
ENGIN ÁHÆTTA
„Nýi bolurinn er aðeins betri en sá síðasti og miklu betri en bolurinn þar á undan. Það má sjá í honum veikt ekkó frá hinum frábæru bolum Nígeríu á HM í Rússlandi 2018. Ég fagna því sem munsturhönnuður að það sé verið að nota prentað símunstur þó að ég hefði viljað sjá meiri framsækni við hönnun þess og hugsanlega einhverja tengingu á notkun forma við land og þjóð. Fyrrnefndir bolir Nígeríuliðsins miðluðu afrískri gleði, framsækni, hugrekki og sjálfstrausti. Það hefði verið frábært að gera eitthvað sem hefði miðlað slíkum hugmyndum með jafn árangursríkum hætti og þá við hönnun íslenska bolsins. Ef ég á að tengja einhver orð við þennan bol þá dettur mér einfaldlega mjög fátt í hug! Þarna er ekki verið að taka neina áhættu. Þetta verður ekki eftirminnilegur bolur. En hann er ekki vandræðalega vondur. Ég hefði einnig viljað sjá meiri samfélagslega ábyrgð hjá KSÍ varðandi val á samstarfsfyrirtæki. Puma er með starfsemi á hernumdu landi í Ísrael. Það þýðir að Puma hagnast beint á áratuga löngu hernámi Ísraela, landráni þeirra og mannréttindabrotum á palestínsku þjóðinni. Það er ekki fallegt að hafa það fyrirtæ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Leiðtogahópur United byrjaður að taka á vandamálum

Leiðtogahópur United byrjaður að taka á vandamálum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rashford fær vond tíðindi frá Barcelona – Ekki sá fyrsti sem félagið mun reyna að skrá í hópinn

Rashford fær vond tíðindi frá Barcelona – Ekki sá fyrsti sem félagið mun reyna að skrá í hópinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Donnarumma kveður stuðningsmenn PSG

Donnarumma kveður stuðningsmenn PSG
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mistök búningastjórans vekja athygli – Sjáðu myndina

Mistök búningastjórans vekja athygli – Sjáðu myndina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Eitt frægasta undrabarn allra tíma styður við bakið á landa sínum: ,,Nákvæmlega það sem ég upplifði“

Eitt frægasta undrabarn allra tíma styður við bakið á landa sínum: ,,Nákvæmlega það sem ég upplifði“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Manchester City blandar sér í baráttuna – Chelsea of lengi að hlutunum

Manchester City blandar sér í baráttuna – Chelsea of lengi að hlutunum
433Sport
Í gær

Björgvin Brimi á leið til Englands á reynslu

Björgvin Brimi á leið til Englands á reynslu
433Sport
Í gær

Einn stærsti aðdáandi Antony er fundinn – ,,Var ótrúlegt fyrir mig“

Einn stærsti aðdáandi Antony er fundinn – ,,Var ótrúlegt fyrir mig“
433Sport
Í gær

Sesko vonast til að hitta Zlatan

Sesko vonast til að hitta Zlatan