fbpx
Mánudagur 13.júlí 2020
433Sport

Keane var brjálaður að sjá fullorðna karlmenn kyssast og faðmast fyrir stríð – Sjáðu myndirnar

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 21. október 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórleikur helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni fór fram í gær á Old Trafford í Manchester. Manchester United fékk þá Lierpool í heimsókn en leiknum lauk með jafntefli.

Þetta var í fyrsta sinn á tímabilinu sem Liverpool tapar stigum í deildinni. Marcus Rashford skoraði fyrsta mark leiksins fyrir United nokkuð seint í fyrri hálfleik. Staðan var 1-0 þar til á 85. mínútu en Adam Lallana tryggði gestunum þá eitt stig. Lokastaðan, 1-1.

Fyrir leik mátti sjá leikmenn United og Liverpool faðmast og kyssast í göngunum, um var að ræða Fred og Andreas Pereira hjá Manchester United og Roberto Firmino og Fabinho hjá Liverpool.

Allir koma þeir frá Brasilíu og ekki útilokað að þeir séu talsvert að eyða tíma saman utan vallar, Roy Keane fyrrum fyrirliða United blöskraði þetta. Hann sjálfur var og er harðhaus af gamla skólanum, þar kaupa menn ekki svona „vitleysu“.

,,Þú ert á leið í stríð, faðmlög og kossar. Ekki horfa á þá,“ sagði Keane reiður.

,,Þú ert á leið í stríð en ferð að faðma þá, talaðu kannski við þá eftir leik. Kannski er best að tala bara ekkert við þá.“

Myndir af þessu má sjá hér að neðan.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið: Gerðist Jói Berg brotlegur innan teigs? – Ekkert dæmt

Sjáðu atvikið: Gerðist Jói Berg brotlegur innan teigs? – Ekkert dæmt
433Sport
Í gær

Skoraði fernu og felldi Norwich – Deeney sá um Newcastle

Skoraði fernu og felldi Norwich – Deeney sá um Newcastle
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur velur draumaliðið – Margar stjörnur

Guðlaugur velur draumaliðið – Margar stjörnur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Lét óboðleg og rasísk ummæli falla í garð Gunnars: ,,Drullastu heim til Namibíu“

Lét óboðleg og rasísk ummæli falla í garð Gunnars: ,,Drullastu heim til Namibíu“