fbpx
Fimmtudagur 20.júní 2019
433Sport

Ítarleg greining á sambandi Mourinho og Pogba – Pogba hegðar sér eins og kóngur

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 26. september 2018 08:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Paul Pogba fékk þau skilaboð í gær um að hann myndi aldrei bera fyrirliðabandið hjá Manchester United á nýjan leik.

Þessi franski miðjumaður hefur borið bandið þrisvar á þessu tímabili en Mourinho telur hegðun hans ekki lengur ásættanlega. Leikmannahópur United fékk að vita þetta í gær fyrir tap gegn Derby í deildarbikarnum. Pogba var ekki í leikmannahópi United, hann horfði úr stúkunni.

,,Eina sem er satt er að ég hef tekið ákvörðun um að Pogba verður ekki varafyrirliði lengur, ég ákvað að hann yrði það en það kom ekkert upp. Þetta er bara ákvörðun sem ég þarf ekki að útskýra,“ sagi Jose Mourinho, stjóri United.

Paul Pogba hefur tjáð Jose Mourinho að hann vilji burt frá Manchester United en hann reynir að koma sér til Barcelona. Samkvæmt Daily Mail er ástæða þess að Pogba fær ekki fyrirliðabandið aftur sú að hann vill fara frá félaginu.

Samband Mourinho og Pogba hefur orðið slæmt á síðustu 18 mánuðum, sagt er að þeir hafi átt í miklum samskiptum síðustu vikur, á kvöldin spjalla þeir saman í gegnum sms skilaboð. Sögusagnir halda áfram.

Pogba hefur tjáð Ed Woodward að hann vilji fara og Mino Raiola, umboðsmaður hans hefur náð samkomulagi við Barcelona um kaup og kjör.

Woodward vill ekki selja sína skærustu stjörnu en það verður erfitt að halda honum eftir síðasta útspil Mourinho, hann hefur fengið nóg af honum. Hegðun Pogba er áhyggjuefni fyrir Mourinho og starfslið hans.

Þjálfaraliðið var mjög ósátt með hegðun Pogba fyrir leikinn gegn Wolves á laugardag, í stað þess að hugsa og einbeita sér að leiknum var hann að spila háa tónlist í rútunni á leið í leikinn.

Pogba hefur einnig vakið athygli fyrir að mæta með einkabílstjóra á hótel liðsins þar sem hann kemur á Rolls-Royce.

Þá var pirringur í Mourinho eftir sigur á Burnley á dögunum, allir leikmenn fóru til baka með rútunni en ekki Pogba. Hann vildi komast út á flugvöll og lét keyra sig á sínum bíl til að komast beint í verkefni með franska landsliðinu.

Enski boltinn á 433 er í boði
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Var logið að þjóðinni um meiðsli Hannesar? – Hjörvar segir hann hafa samið við Val um að fara í brúðkaup Gylfa

Var logið að þjóðinni um meiðsli Hannesar? – Hjörvar segir hann hafa samið við Val um að fara í brúðkaup Gylfa
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þrír sendir heim eftir að hafa leigt sér vændiskonur: „Ég sagði honum að klára sig af og drulla sér svo heim“

Þrír sendir heim eftir að hafa leigt sér vændiskonur: „Ég sagði honum að klára sig af og drulla sér svo heim“
433Sport
Í gær

Rasismi stórt vandamál hjá Manchester United

Rasismi stórt vandamál hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Neymar vill fara aftur heim: Messi vill fá hann – „Ég hefði aldrei átt að fara“

Neymar vill fara aftur heim: Messi vill fá hann – „Ég hefði aldrei átt að fara“
433Sport
Í gær

United að gefast upp á Wan-Bissaka: Skoða tvo aðra kosti

United að gefast upp á Wan-Bissaka: Skoða tvo aðra kosti
433Sport
Í gær

Þetta sagði spámaðurinn Gústi Gylfa við Gumma Ben: ,,Þið getið spurt hann“

Þetta sagði spámaðurinn Gústi Gylfa við Gumma Ben: ,,Þið getið spurt hann“