Jón Daði Böðvarsson hefur heldur betur verið í stuði í janúar en Reading heimsótti Burton í Championship deildinni í kvöld.
Jón Daði kom Reading yfir í kvöld eftir tuttugu mínútna leik en gestirnir jöfnuðu í upphafi síðari hálfleiks.
Chris Gunter kom svo Reading yfir áður en Jón Daði skoraði þriðja og síðasta mark leiksins. Fimmta mark Jóns Daða í janúar.
Birkir Bjarnason var svo í byrjunarliði Aston Villa og lék allan leikinn í 0-1 sigri á Sheffield United.
Eftir erfiða tíma hefur Birkir fest sig í sessi hjá Villa og tryggt sér sæti í byrjunarliðinu.