Pep Guardiola stjóri Manchester City er sagður vilja fá kantmann til félagsins áður en félagaskiptaglugignn lokar.
Leroy Sane var tæklaður um helgina og meiddist á ökkla. Hann verður frá í sex til sjö vikur vegna þess.
Mikilvægir tímar eru á næsta leyti en City er á toppi deildarinnar og komið í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar.
City missti af Alexis Sanchez til Manchester United og sagði Guardiola það vera vegna fjármuna.
City keypti svo Aymeric Laporte í dag og nú hefur félagið lagt fram 55 milljóna punda tilboð í Riyad Mahrez kantmann Leicester.
BBC og Sky Sports segja frá því núna að Mahrez hafi farið fram á sölu til að reyna að komast til City.
BREAKING: Sky sources: In the last hour @ManCity have made a third bid – thought to be for £55m – for @LCFC winger Riyad Mahrez. #SSN pic.twitter.com/bXNHIywexk
— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 30, 2018