Marcus McGuane 18 ára leikmaður hefur yfirgefið Arsenal og samið við Barcelona.
Hann gerði fimm ára samning við Börsunga í dag.
McGuane hefur lengi verið hjá Arsenal en Börsungar kaupa hann frá Arsenal.
Hann byrjar í varaliði Barcelona en hann var að verða samningslaus í sumar.
McGuane hefur spilað tvo leiki með Arsenal á tímabilinu en báðir voru í Evrópudeildinni.