Tveimur leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en Arsenal heimsótti Swansea.
Nacho Monreal kom liðinu yfir á 33 mínútu en adam var ekki lengi í paradís. Mínútu síðar jafnai Sam Clucas fyrir heimamenn.
Swansea var með sjálfstraust eftir sigur á Liverpool í síðasta deildarleik og í síðari hálfleik kom Jordan Ayew heimamönnum yfir. Clucas hlóð svo í annað mark sitt og tryggði sigur Swansea.
Henrikh Mkhitaryan spilaði sinn fyrsta leik fyrir Arsenal í kvöld en hann lék síðasta hálftímann.
Á sama tíma gerðu Crystal Palace og West Ham 1-1 jafntefli en en Christian Benteke kom gestunum yfir áður en Mark Noble jafnaði úr vítaspyrnu.