

Monchi, yfirmaður hjá Roma viðurkennir að félagið sjái eftir því að hafa selt Mohamed Salah í sumar.
Salah fór til Liverpool síðasta sumar fyrir 39 milljónir punda en hann hefur skorað 30 mörk fyrir félagið á þessari leiktíð.
Monchi viðurkennir að félagið hefði átt að fá mun meira fyrir leikmanninn sem hefur svo sannarlega slegið í gegn á Anfield.
„Þegar að ég kom hingað þá hljóðaði tilboð Liverpool uppá 32 milljónir evra plús 3 milljónir í bónusa. Leikmenn fara þangað sem þeir vilja í nútíma fótbolta,“ sagði Monchi.
„Við náðum að teygja verðmiðann upp í 50 milljónir evra en við urðum að selja hann á þeim tímapunkti, það var ekkert annað í stöðunni.“
„Kaupin á Mabappe og Neymar breyttu markaðnum og við hefðum kannski getað fengið meira fyrir Salah en á þessum tímapunkti urðum við að selja,“ sagði hann að lokum.