

Porto tók á móti Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærdag en leiknum lauk með 5-0 sigri gestanna.
Það voru þeir Sadio Mane, Mohamed Salah og Roberto Firmino sem skoruðu mörk Liverpool í gær en Mane skoraði þrennu í leiknum.
Þegar að leikmaður skorar þrennu er venjan sú að hann fá að taka boltann með sér heim og sá Andrew Robertson til þess að Mane fékk boltann í leikslok.
„Ég þurfi að hlaupa á eftir boltastráknum til þess að sækja boltann fyrir Mane, hann varð frekar smeykur þegar hann sá mig koma á fullri ferð,“ sagði Robertson.
„Sem betur fer náði ég honum á endanum, þetta voru þrjú mjög góð mörk hjá Mane í kvöld,“ sagði hann að lokum.