

Claude Puel, stjóri Leicester City er ekki sáttur með Manchester City þessa dagana og hvernig þeir höguðu sér í málefnum Riyad Mahrez.
City bauð í fjórgang í Riyad Mahrez, sóknarmann liðsins í janúarglugganum en Leicester hafnaði öllum tilboðum í leikmanninn.
Mahrez var brjálaður yfir því að fá ekki að fara og mætti ekki á æfingar í tíu daga eftir að glugginn lokaði.
„Við vorum settir í mjög erfiða stöðu af öðru félagi. Að koma með eitthvað tilboðum, einum til tveimur dögum áður en gluggginn lokar finnst mér sérstakt,“ sagði Puel.
„Ég get ekki gert neitt í þessu en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem svona lagað gerist. Við stóðum allir saman og þetta er að baki núna.“
„Sum félög eiga ekki í miklum vandræðum með að finna nýja leikmenn og það er gott fyrir þau, því miður þá erum við ekki svona heppnir,“ sagði hann að lokum.