

Porto tók á móti Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gærdag en leiknum lauk með 5-0 sigri gestanna.
Það voru þeir Sadio Mane, Mohamed Salah og Roberto Firmino sem skoruðu mörk Liverpool í gær en Mane skoraði þrennu í leiknum.
John W. Henry, eigandi Liverpool var vægast sagt ánægður með sína menn í gær og setti inn færslu á Twitter, þeim til heiðurs en hann setti síðast inn færslu á Twitter, tileinkaða Liverpool árið 2016.
„Frábær 5-0 sigur í Meistaradeildinni á útivelli í kvöld. Liðið spilaði óaðfinnanlega og menn voru óeigingjarnir og það geta allir verið stoltir af sinni frammistöðu. Mikilvægt skref í átt að 8-liða úrslitum keppninnar,“ sagði Henry á Twitter.
Færsluna sem hann setti inn má sjá hér fyrir neðan.
Tremendous effort in 5-0 win tonight away from home in Champions League. A lot of talent displaying selfless, smart play we all can be proud of. Huge, satisfying step toward final eight.
— John W. Henry (@John_W_Henry) February 14, 2018