

Bæði Chelsea og Arsenal eru að fylgjast með stöðu Luke Shaw hjá Manchester United. Ensk blöð segja frá.
Jose Mourinho stjóri United hefur sagt að nýr samningur verði á borðinu fyrir Shaw.
Samningur Shaw rennur út sumarið 2019 en United vill framlengja hann.
Hingað til hefur Shaw samt ekki fengið neitt tilboð og því fylgjast Chelsea og Arsenal með.
Eftir erfiða tíma er að birta til hjá Shaw sem hefur verið að spila betur síðustu vikur.