Aleksandar Mitrovic, framherji Newcastle er á leiðinni til Anderlecht en það er Sky sem greinir frá þessu í dag.
Hann mun skrifa undir lánssamning við belgíska félagið sem gildir út tímabilið.
Mitrovoc hefur ekki átt fast sæti í liði Newcastle á þessari leiktíð og hugsar sér nú til hreyfings.
Hann kom til Newvscastle frá Anderlecht árið 2015 og hefur skorað 14 mörk í 65 leikjum fyrir félagið.