Everton tekur á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld klukkan 19:45.
Riyad Mahrez, sóknarmaður Leicester er ekki í hóp í kvöld en það er Matt Law, blaðamaður hjá Telegraph sem greinir frá þessu.
Hann bað um sölu frá félaginu í gær en Manchester City hefur áhuga á honum.
Leicester vill fá 70 milljónir punda fyrir leikmanninn sem hefur verið duglegur að biðja um sölu, undanfarna mánuði.