Daley Blind, leikmaður Manchester United mun ekki fara til Roma í janúarglugganum.
Danny Blind, faðir hans og umboðsmaður fullyrti þetta í morgun.
Leikmaðurinn hefur verið orðaður við Roma að undanförnu en hann hefur ekki átt fast sæti í liði United á leiktíðinni.
Blind kom til Manchester United frá Ajax árið 2014 en það var Louis van Gaal sem keypti hann á sínum tíma.