Badou Ndiaye hefur staðist læknisskoðun hjá Stoke en það er Sky sem greinir frá þessu.
Hann ætti því að skrifa undir samning við enska félagið, síðar í dag.
Ndiaye kemur til félagsins frá Galatasaray og þarf Stoke að borg 15 milljónir punda fyrir hann.
Hann kemur frá Senegal og er 27 ára gamall miðjumaður.