Manchester City hefur staðfest að Leroy Sane verði lengi frá vegna meiðsla á ökkla.
Sóknarmaðurinn knái var tæklaður í leik gegn Cardiff í enska bikarnum í gær.
Sane fór í myndatöku í dag þar sem kom í ljós að liðbönd í ökkla eru sködduð.
Pep Guardiola hefur staðfest að Sane verði frá í sex til sjö vikur vegna meiðslanna.
Um er að ræða gríðarlegt áfall fyrir City enda Sane lykilmaður í sóknarleik liðsins.
Pep says Sane out for 6-7 weeks. On Warnock comments: "What can I say? In my experience English football is not like that. He is more experienced than me."
— Simon Stone (@sistoney67) January 30, 2018