Arsenal vonast eftir því að Pierre-Emerick Aubameyang skrifi undir hjá félaginu áður en glugginn lokar á morgun.
Samkomulag er í höfn milli Dortmund og Arsenal en með fyrirvara um að Dortmund kræki í framherja.
Það virðist vera að ganga upp því Aubameyang sást á flugvellinum í Dortmund í dag.
Nokkrum klukkustundum síðar sást hann keyra inn á æfingasvæði Arsenal samkvæmt Mirror og Sky Sports.
Myndir af því eru hér að neðan.