fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433

Jurgen Klopp er með fullan iPad af leikmönnum sem hann er að skoða

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 27. janúar 2018 13:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool reiknar ekki með því að fá inn nýja leikmenn í janúarglugganum.

Félagið keypti Virgil van Dijk í byrjunar mánaðarins fyrir metfé og þá var Philippe Coutinhi seldur til Barcelona fyrir 142 milljónir punda.

Stuðningsmenn Liverpool höfðu vonast til þess að Klopp myndi reyna að fylla skarðið sem Coutinho skilur eftir sér en stjórinn telur ólíklegt að hann muni versla meira í janúar.

„Það hefur ekkert breyst hjá mér, við erum alltaf að leita að leikmönnum sem styrkja liðið, allan ársins hring,“ sagði Klopp.

„Af hverju ætti ég að hætta því núna þótt að janúar sé að klárast? Ég skoða leikmenn allt árið, það eina sem ég þarf að ákveða núna er hvort ég leggi fram tilboð í janúar eða bíði með það fram á sumarið.“

„Eins og ég sagði áðan þá er ég alltaf að leita. Ég er með iPad sem er fullur af leikmönnum, allsstaðar að úr heiminum sem ég er að skoða, það er hluti af starfi mínu,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs

Messi gerir nýjan þriggja ára samning við Miami – Verður þar til 41 árs
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“

Íhugaði að gefast upp og leita á annan vettvang – „Ég fann enga gleði“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“

Ólafur Ingi: „Slökkvið á sjónvarpinu og drífið ykkur“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við

Hemmi Hreiðars sagður færast nær því að taka við
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt

Þeir sem nota ólögleg streymi til að horfa á íþróttir fá áfall – Nýjar breytingar gera þetta mjög erfitt