fbpx
Mánudagur 29.september 2025
Fókus

Keep Frozen heimsfrumsýnd í Sviss

Ritstjórn DV
Föstudaginn 1. apríl 2016 14:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimildarmyndin Keep Frozen eftir Huldu Rós Guðnadóttur verður heimsfrumsýnd á hinni virtu Visions du Réel hátíð í Sviss þann 17. apríl næstkomandi en þar keppir myndin í svokölluðum Regard Neuf flokki. Visions du Réel er ein rótgrónasta og virtasta heimildamyndahátíð í Evrópu og munu þær Hulda Rós og Helga Rakel Rafnsdóttir framleiðandi myndarinnar verða viðstaddar frumsýninguna. Framleiðslufyrirtæki er Skarkali ehf.

Annað fagnaðarefni fyrir aðstandendur Keep Frozen er það að Deckert Distributions mun dreifa myndinni á heimsvísu en fyrirtækið er eitt það stærsta í Evrópu á sviði heimildarmynda.

Uppskipun er hörkustarf eins og heimildarmyndin leiðir í ljós.
Verkamenn Uppskipun er hörkustarf eins og heimildarmyndin leiðir í ljós.

Keep Frozen fjallar um hóp af mönnum sem starfa við uppskipun í gömlu Reykjavíkurhöfn. Löndunarstarfið er áhættusamt og erfitt og hentar ekki hverjum sem er. Mistök í starfi geta verið dýrkeypt og kostað gríðarlega háar fjárhæðir, jafnvel mannslíf. Keep Frozen er mynd um mannsandann og það að sigrast á sjálfum sér.

Í stuttu máli mætti lýsa atburðarrásinni svona: Á kaldri vetrarnóttu siglir drekkhlaðinn frystitogarin inn í gömlu höfnina í Reykjavík. Í frystilestinni eru 25.000 frosnir fiskikassar, hitastigið er -35 gráður og hópur manna hefur tvo sólarhringa til þess að tæma skipið. Á meðan við fylgjumst með þeim framkvæma hið ómögulega, heyrum við sögur af karlmennsku og rómantík, gamni og dauðans alvöru.

Stefnt er að því að frumsýna Keep Frozen á Íslandi á vordögum 2016.

Hér má finna frekari upplýsingar um myndina.

Keep Frozen verður dreift á heimsvísu af hinu alþjóðlega dreifingarfyrirtæki Deckert Distribution:
http://deckert-distribution.com

Lokalag myndarinnar er Gvendur á eyrinni í sérstökum hátíðarbúningi Prins Pólós:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matargyðjan er með ráð undir rifi hverju – Hver eru stærstu mistökin sem gestgjafi gerir?

Matargyðjan er með ráð undir rifi hverju – Hver eru stærstu mistökin sem gestgjafi gerir?
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Með lestri fáum við að setja okkur í spor annarra, upplifa sögur þeirra, aðstæður og tilfinningar“

„Með lestri fáum við að setja okkur í spor annarra, upplifa sögur þeirra, aðstæður og tilfinningar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Komst að framhjáhaldi kærastans – Viðbrögð hennar hafa slegið í gegn

Komst að framhjáhaldi kærastans – Viðbrögð hennar hafa slegið í gegn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íhugaði að hætta rekstri á mjög erfiðum tíma en bróðir hennar heitinn stappaði í hana stálinu

Íhugaði að hætta rekstri á mjög erfiðum tíma en bróðir hennar heitinn stappaði í hana stálinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karlmaður á sjötugsaldri missti 43 kíló og gekkst svo undir hnífinn – Netverjar trúðu varla eigin augum

Karlmaður á sjötugsaldri missti 43 kíló og gekkst svo undir hnífinn – Netverjar trúðu varla eigin augum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bandarískur ferðamaður fékk menningarsjokk á Íslandi – „Ég geng inn og sé þá fullt af nöktum konum”

Bandarískur ferðamaður fékk menningarsjokk á Íslandi – „Ég geng inn og sé þá fullt af nöktum konum”
Fókus
Fyrir 5 dögum

Begga mjög brugðið þegar hann heyrði að það væri einhver frammi í stofu – Varð síðan mjög vandræðalegur

Begga mjög brugðið þegar hann heyrði að það væri einhver frammi í stofu – Varð síðan mjög vandræðalegur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Svona heldur Linda Pé sér í formi

Svona heldur Linda Pé sér í formi