fbpx
Þriðjudagur 11.desember 2018
433Sport

Eiður Smári um umdeilt val á Kolbeini: Hann þarf að komast úr þessum djúpa dal – ,,Kolbeinn er einsdæmi“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 16. nóvember 2018 09:45

Það hefur vakið talsverða furðu hjá mörgum að sjá Kolbein Sigþórsson í öllum landsliðshópum Erik Hamren.

Kolbeinn hefur ekki leikið með félagsliði í meira en tvö ár og er algjörlega úti í kuldanum hjá Nantes.

Kolbeinn var á sínum tíma einn allra besti leikmaður landsliðsins en erfið meiðsli hafa sett strik í reikning hans síðustu ár. Kolbeinn kom við sögu í tapi Íslands gegn Belgíu í gær.

,,Það er erfið spurning, ég held að þetta sé meira tilfinningin gagnvart Kolbeini, hvernig hann hefur spilað fyrir landsliðið og hversu mörg mörk hann hefur skorað. Hvað hann þarf til að komast úr þessum djúpa dal sem hann hefur verið í,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen um stöðu Kolbeins á Stöð2 Sport eftir leik í gær.

Kolbeinn vonast til að yfirgefa Nantes í janúar og Erik Hamren og KSÍ vonast til að þessi séns hjálpi til við að finna gott félag. Hann geti þá nýst landsliðinu vel í undankeppni EM sem hefst í mars.

,,Það er meiðslasaga og staða hans hjá félagsliði, að hann sé sýnilegur á vellinum fær kannski hann til að hugsa. Ég er á leiðinni upp og opnar á tækifæri að leita annað í janúar, ég held að það sé hugsunin hjá þjálfarateyminu. Að það þurfi að fá Kolbein í gang.“

,,Það er verið að frysta hann, Nantes eru ekki að sýna hann, hann æfir með varaliðinu. Hann sést ekki á vellinum, hvernig eiga önnur lið að gefa Kolbeini tækifæri á vellinum ef þau sjá hann ekki? Nú kannski opnast gluggi þar sem lið sjá hann á vellinum, þau fara að horfa, það er í lagi með hann. Horfa á að hann er með 22 mörk í 45 landsleikjum, þannig horfi ég á það.“

,,Kolbeinn er einsdæmi hjá okkur, hann hefur unnið sér inn fyrir því hvernig hann hefur spilað í gegnum tíðina. Þetta getur þú ekki varið lengur, ég held að það sé ljóst. Ég held að Hamren hafi sagt, að Kolbeinn verði að spila fótbolta.“

Rætt hefur verið um að Viðar Örn Kjartansson og aðrir framherjar hafi dottið aftur fyrir Kolbein sem aldrei spilar með félagsliði. Fundið það ósanngjart.

,,Viðar tók aldrei sitt tækifæri sitt með landsliðinu, Viðar hefur sýnt það með félagsliðum að hann skori alltaf. Hversu vel hentar hann landsliðnu, þar sem við erum mikið baka til. Oft ekki inni í teig andstæðingsins, þar sem hann er bestur.“

,,Finndu betri framherji sem Ísland hefur átt en Kolbein í toppformi? Þeir hafa hugsað, ef við getum gert eitthvað til að hjálpa honum og koma hann á framfæri, sýna að hann sé heill heilsu. Þá hugsar maður, þetta er áhætta sem ég er til í að taka. Ég sem landsliðsþjálfari hefði tekið þessa ákvörðun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Fékk óvænt að sjá á bakvið tjöldin hjá BT Sport – Ferdinand og Cole töluðu ekki vel um Walker

Fékk óvænt að sjá á bakvið tjöldin hjá BT Sport – Ferdinand og Cole töluðu ekki vel um Walker
433Sport
Í gær

Liðsfélagi Alfreðs er ótrúlegur: Fáir hefðu haldið áfram keppni

Liðsfélagi Alfreðs er ótrúlegur: Fáir hefðu haldið áfram keppni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þurfti að ferðast 450 kílómetra á dag: Erfiðasta ár sem ég hef upplifað

Þurfti að ferðast 450 kílómetra á dag: Erfiðasta ár sem ég hef upplifað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndirnar: Leikmanni Arsenal kennt um hræðilegt bílslys – ,,Hann stóð bara þarna og horfði á símann sinn“

Sjáðu myndirnar: Leikmanni Arsenal kennt um hræðilegt bílslys – ,,Hann stóð bara þarna og horfði á símann sinn“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu atvikið: Salah hafnaði verðlaunum Sky Sports – Liðsfélaginn átti þau skilið

Sjáðu atvikið: Salah hafnaði verðlaunum Sky Sports – Liðsfélaginn átti þau skilið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur spilaði með Roy Keane: Hann var illa nærður og horaður Íri sem reif kjaft

Þorvaldur spilaði með Roy Keane: Hann var illa nærður og horaður Íri sem reif kjaft
433Sport
Fyrir 3 dögum

Bjarni Benediktsson reimar á sig takkaskóna – Styrktarleikur fyrir Tómas Inga

Bjarni Benediktsson reimar á sig takkaskóna – Styrktarleikur fyrir Tómas Inga
433Sport
Fyrir 3 dögum

ÍA selur tvo leikmenn til Norrköping – Pabbar þeir voru báðir atvinnumenn

ÍA selur tvo leikmenn til Norrköping – Pabbar þeir voru báðir atvinnumenn