fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
433Sport

Helgi: Ég bað Óla Jó afsökunar

Victor Pálsson
Mánudaginn 30. júlí 2018 21:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, var gríðarlega ánægður með sína menn í kvöld eftir markalaust jafntefli gegn Íslandsmeisturum Vals.

Fylkismenn hafa fengið á sig mörg mörk undanfarið en liðið var mjög skipulagt í dag og varðist vel.

,,Við lögðum upp með það að verjast og vera þéttir til baka og sækja hratt er tækifærið myndi gefast. Við gerðum þetta upp á tíu í dag,“ sagði Helgi.

,,Þeir sköpuðu lítið sem ekkert í dag, þeir voru mikið með boltann á svæðum sem voru langt frá okkar marki og það var allt í lagi, við gáfum þau eftir.“

,,Við vildum vera þéttir til baka svo við værum með menn í tvöfaldri dekkningu alls staðar og að það væri stutt í hjálparvörnina og við gerðum það upp á tíu.“

Ólafur Ingi Skúlason spilaði með Fylki í fyrsta sinn í sumar og var Helgi ánægður með að fá hans reynslu inn.

,,Það er gríðarlega mikilvægt að fá svona reynslubolta inn, hann átti frábæran leik eins og aðrir í liðinu. Hann var kominn með krampa þegar tíu mínútur voru eftir en hann gaf ekkert eftir og hélt það út.“

Helgi og Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals,  voru eitthvað pirraðir áður en flautað var til hálfleiks en Helgi segir að svona gerist í hita leiksins.

,,Þetta er bara svona í hita leiksins. Það eru engir eftirmálar af því frá mér, ég hef beðið hann afsökunar og það er ekkert mál.“

Nánar er rætt við Helga hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði

Sjö stjórar til skoðunar hjá United – Efast um nokkra sem eru á blaði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin

Bikarinn rúllar af stað í kvöld og nú eru stórliðin með – Svona er dagskráin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Villa staðfestir gleðitíðindin

Villa staðfestir gleðitíðindin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“

Sjáðu athyglisvert myndband sem Óli Kalli birti – „Bara ef ég fæ að vera með Gylfa“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“

Ten Hag tapaði sér við blaðamenn í dag – „Til skammar“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson

Frábær tíðindi fyrir Villa – Sjá hann sem sinn Sir Alex Ferguson
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag sagður á útleið – Þetta var síðasti naglinn í kistu hans

Ten Hag sagður á útleið – Þetta var síðasti naglinn í kistu hans