fbpx
433Sport

Leikmaður Vals þarf að komast á tónleika – Verða að slá Rosenborg út

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 14:53

Valur spilar stórleik í Meistaradeild Evrópu í kvöld er liðið mætir Rosenborg í undankeppninni á Origo-vellinum.

Rosenborg er stærsta lið Noregs og þarf Valur að eiga mjög góðan leik til að eiga möguleika í kvöld.

Ólafur Karl Finsen, leikmaður Vals, hefur fulla trú á verkefninu og segir að Valur þurfi að slá Rosenborg út.

Ef ekki þá þurfa Valsmenn að ferðast til Andorra og spila í Evrópudeildinni og missir Óli þá af tónleikum Guns N’ Roses hér heima þann 24. júlí.

,,Brekkan getur verið brött. Við eigum alveg að geta tekið þetta finnst mér, þetta er bara 11 gegn 11. Pressan er á þeim og við gefum þeim bara leik og setjum allt í þetta,“ sagði Óli Kalli.

,,Ég ætla ekkert að segja því allir þessir leikir hafa verið drepleiðinlegir, maður hefur bara verið að hlaupa í vörn. Við tölum bara meira um það eftir leik.“

,,Svo eru peningar í húfi og svona og það er ekkert hægt að tala um það. Sumir verða bara litlir í sér en ég og Einar sjáum bara um peningana.“

,,Ef við komumst ekki áfram þá verðum við í Andorra þegar Guns N’ Roses verða á Laugardalsvelli. Það kemur ekkert annað til greina en að slá þá út.“

,,Leikurinn byrjar í 0-0 og það er alltaf tækifæri þegar það er fótboltaleikur. Við skoðuðum þá aðeins í gær og þeir líta mjög vel út og eru með öfluga leikmenn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

433Sport
Í gær

Sjáðu atvikið sem þessi ungi maður mun aldrei gleyma – Hljóp grátandi inn á völlinn og fékk treyju hetjunnar sinnar

Sjáðu atvikið sem þessi ungi maður mun aldrei gleyma – Hljóp grátandi inn á völlinn og fékk treyju hetjunnar sinnar
433Sport
Í gær

Viðurkennir að hann hafi aldrei verið eins og Ronaldo – ,,Fór í fótbolta í gær og kafnaði næstum vegna reykinga“

Viðurkennir að hann hafi aldrei verið eins og Ronaldo – ,,Fór í fótbolta í gær og kafnaði næstum vegna reykinga“
433Sport
Í gær

Hörður Björgvin er elskaður í Rússlandi – Sjáðu hvað hann gerði um helgina

Hörður Björgvin er elskaður í Rússlandi – Sjáðu hvað hann gerði um helgina
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rúnar Alex fær mikið hrós í Frakklandi – Elskar að halda hreinu

Rúnar Alex fær mikið hrós í Frakklandi – Elskar að halda hreinu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Taktu prófið: Hversu vel þekkir þú frægar kærustur knattspyrnumanna?

Taktu prófið: Hversu vel þekkir þú frægar kærustur knattspyrnumanna?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Klopp: Van Dijk gat ekki öskrað

Klopp: Van Dijk gat ekki öskrað
433Sport
Fyrir 3 dögum

Reyndi að vera eins og Neymar – Allir fóru að hlæja

Reyndi að vera eins og Neymar – Allir fóru að hlæja
433Sport
Fyrir 3 dögum

Taktu prófið: Hversu vel þekkir þú íslenska landsliðsmenn?

Taktu prófið: Hversu vel þekkir þú íslenska landsliðsmenn?