fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Sport

Kjartan ræðir hvernig samfélagið sameinaðist – „Mætti manni sem hann hafði oft séð áður en aldrei talað við, allt í einu voru þeir farnir að spjalla“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 5. maí 2024 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness í körfubolta og íþróttafréttamaður, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í Íþróttavikunni. Þátturinn kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og á Hringbrautarrás Sjónvarps Símans.

video
play-sharp-fill

Kjartan var að ljúka sínu örðu tímabili sem þjálfari Álftaness. Eftir að hafa komið liðinu upp í efstu deild í fyrra hafnaði liðið í sjötta sæti í ár og fór inn í úrslitakeppnina. Þar var Keflavík andstæðingurinn en einvígið tapaðist 3-1.

„Jú. Þetta var mikill skóli og krydd í tilveruna að komast í undanúrslit í bikarnum líka. Þetta var rússíbanareið og það komust allir heilir úr henni. Þetta var mjög gaman og það skemmtilegasta er þetta samfélag sem hefur myndast í kringum körfuna á nesinu,“ sagði Kjartan um tímabilið.

Körfuboltaliðið hefur gert mikið fyrir bæjarfélagið úti á nesi.

„Það var maður, Álftnesingur, sem var úti að ganga þremur dögum eftir tapið gegn Keflavík. Hann mætti manni sem hann hafði oft séð áður en aldrei talað við, svo allt í einu voru þeir farnir að spjalla um körfuna.“

Kjartan ræðir tímabilið og starfið úti á Álftanesi nánar í spilaranum.

Íþróttavikan er í boði Bolta léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tvö stórlið á Ítalíu vilja kaupa Greenwood í sumar

Tvö stórlið á Ítalíu vilja kaupa Greenwood í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sakaður um að hafa dópað og nauðgað konu – Þarf að hitta geðlækni

Sakaður um að hafa dópað og nauðgað konu – Þarf að hitta geðlækni
433Sport
Í gær

Slokknað í áhuga Real Madrid sem snýr sér að öðrum bakverði

Slokknað í áhuga Real Madrid sem snýr sér að öðrum bakverði
433Sport
Í gær

Hart strax búinn að landa starfi eftir ferilinn

Hart strax búinn að landa starfi eftir ferilinn
Hide picture