fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
433Sport

Vörnin hjá KR míglekur og Ryder þarf að finna lausn í hvelli

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. maí 2024 09:15

Mynd: KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gregg Ryder fór af stað með látum í starfi hjá KR, hann vann tvo fyrstu leikinna í Bestu deildinni og vann sannfærandi sigur á neðrideildarliði KÁ í 32 liða úrslitum bikarsins.

Síðan þá hefur hallað hratt undan fæti, liðið hefur náð í eitt stig í fjórum deildarleikjum í röð. Liðið hefur tapað þremur af þeim og öll töpin hafa komið á heimavelli gegn Fram, Breiðablik og HK.

Rauði þráðurinn í vandamáli KR virðist vera varnarleikurinn en liðið hefur fengið á sig 18 mörk í átta keppnisleikjum í sumar. KÁ sem leikur í fimmtu neðstu deild skoraði tvö á KR liðið.

KR hefur fengið á sig ellefu mörk í sex deildarleikjum og sjö mörk á sig í tveimur bikarleikjum. Liðið tapaði gegn Stjörnunni í bikarnum í gær þar sem liðið fékk á sig fimm mörk.

KR hefur í sumar fengið á sig 2,37 mörk að meðaltali í leik.

Guy Smit hefur átt í vandræðum í marki liðsins og þá hafa varnarmenn liðsins setið undir gagnrýni. Ljóst er að Ryder þarf að leysa þessi vandamál sem fyrst fyrir KR-inga en eftir jákvæða umræða í kringum hann og liðið í upphafi móts er farið að bera á neikvæðni úr hópi KR-inga.

Mörk á sig:
Í deild – 11
Í bikar – 7

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband

Sjáðu hvað leikmaður Liverpool sagði þegar hann hélt að slökkt væri á hljóðnemanum – Myndband
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ný treyja Manchester United slær algjörlega í gegn – Mynd

Ný treyja Manchester United slær algjörlega í gegn – Mynd
433Sport
Í gær

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“

Bálreiður eftir að óboðnir gestir brutust inn og rændu verðmætum: Hegðunin óboðleg – ,,Þeir köstuðu blysum í átt að okkur“
433Sport
Í gær

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu

Sambandsdeildin: Tvö íslensk lið töpuðu heima – Emil með tvennu
433Sport
Í gær

Íhugar að snúa aftur í landsliðið eftir fréttir sumarsins

Íhugar að snúa aftur í landsliðið eftir fréttir sumarsins
433Sport
Í gær

Keyptur í aðallið Barcelona eftir að hafa slegið í gegn með B-liðinu

Keyptur í aðallið Barcelona eftir að hafa slegið í gegn með B-liðinu