fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Sport

Jón Daði kominn til Wolves

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. ágúst 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn í knattspyrnu Jón Daði Böðvarsson er genginn í raðir enska B-deildarliðsins Wolves en tilkynnt var í hádeginu að Jón Daði hefði skrifað undir þriggja ára samning við enska liðið. Hann kemur frá þýska liðinu Kaiserslautern sem hann hefur leikið með frá síðustu áramótum. Þar áður var hann hjá norska liðinu Viking.

,,Ég hef fylgst með ensku knattspyrnunni alla tíð og ég hef mikinn metnað fyrir því að leika í enska boltanum. Ég er virkilega ánægður með að vera kominn til félagsins,“ segir Jón Daði m.a. á heimasíðu Wolves.

Kaupverðið var ekki gefið upp en enskir fjölmiðlar segja frá því að Wolves hafi greitt 2,7 milljónir punda fyrir íslenska landsliðsmanninn sem vakti töluverða athygli með framgöngu sinni með landsliðinu á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar.

Fleiri lið voru á höttunum á eftir Jóna Daða, þar á meðal enska B-deildarliðið Q.P.R.. Wolves er komið í eigu kínverska fjárfesta en liðið hafnaði í 14. sæti í B-deildinni á síðasta tímabili. Keppnin í deildinni hefst um næstu helgi og mætir Wolves þá Rotherham í fyrstu umferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nú líklegast að hann fari til Spánar

Nú líklegast að hann fari til Spánar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði

Antony rýfur loks þögnina og útskýrir það sem hann gerði
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur

Selfoss lánar Gary Martin til Ólafsvíkur
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony

Leikmaður í ensku úrvalsdeildinni skýtur fast á Antony
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“

Hlakkar til að fylgjast með uppgangi John – „Það er ekkert skemmtilegra“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“

Katrín myndi vilja bjóða Jurgen Klopp á Bessastaði – „Hann er miklu meiri stemningsmaður en ykkar maður“