
Brendan, sem er búsettur í Indiana í Bandaríkjunum, fann fyrir mjög svo óþægilegri tilfinningu í hægra eyranu og leið eins og eitthvað væri að skríða inn í því.
Í örvæntingu sinni hrópaði hann til eiginkonu sinnar, Ciera, að eitthvað væri inni í eyranu sem ætti ekki að vera þar. Ciera hans sá í fljótu bragði ekkert athugavert við eyrað, en þau ákváðu engu að síður að drífa sig til læknis.
Brendan segir að læknar og hjúkrunarstarfsfólk hafi í fyrstu talið að hann væri undir áhrifum fíkniefna, enda var hann að eigin sögn við það að fá taugaáfall. „Þau spurðu mig hreint út hvort ég hefði tekið eiturlyf nýlega,“ segir hann.
Þegar læknir kíkti í eyrað sá hann hver sökudólgurinn var, en tiltölulega stór bjalla hafði skriðið inn í eyrað og komið sér fyrir þar. Lækni tókst að drepa bjölluna og ná henni út með því að nota smyrsli og eyrnapinna.
„Þetta var skelfilegt. Hljóðið þegar bjallan hreyfði sig magnaðist upp og svo var hún með einhvers konar gripklær og var alltaf að klípa í mig.“
Brendan segist telja að bjallan hafi komið með sófa sem þau keyptu nýlega.
Þó það gerist ekki ýkja oft geta geta bjöllur og aðrar pöddur komið sér fyrir í eyrum fólks, þar á meðal bjöllur og kakkalakkar sem laðast að hitanum og rakanum.
