fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Pressan

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Pressan
Fimmtudaginn 30. október 2025 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brendan Doyle, 31 árs eiginmaður og faðir, vaknaði upp við vondan draum dag einn fyrir skemmstu þegar hann sofnaði í nýja sófanum sem hann og eiginkona hans höfðu keypt stuttu áður.

Brendan, sem er búsettur í Indiana í Bandaríkjunum, fann fyrir mjög svo óþægilegri tilfinningu í hægra eyranu og leið eins og eitthvað væri að skríða inn í því.

Í örvæntingu sinni hrópaði hann til eiginkonu sinnar, Ciera, að eitthvað væri inni í eyranu sem ætti ekki að vera þar. Ciera hans sá í fljótu bragði ekkert athugavert við eyrað, en þau ákváðu engu að síður að drífa sig til læknis.

Brendan segir að læknar og hjúkrunarstarfsfólk hafi í fyrstu talið að hann væri undir áhrifum fíkniefna, enda var hann að eigin sögn við það að fá taugaáfall. „Þau spurðu mig hreint út hvort ég hefði tekið eiturlyf nýlega,“ segir hann.

Þegar læknir kíkti í eyrað sá hann hver sökudólgurinn var, en tiltölulega stór bjalla hafði skriðið inn í eyrað og komið sér fyrir þar. Lækni tókst að drepa bjölluna og ná henni út með því að nota smyrsli og eyrnapinna.

„Þetta var skelfilegt. Hljóðið þegar bjallan hreyfði sig magnaðist upp og svo var hún með einhvers konar gripklær og var alltaf að klípa í mig.“

Brendan segist telja að bjallan hafi komið með sófa sem þau keyptu nýlega.

Þó það gerist ekki ýkja oft geta geta bjöllur og aðrar pöddur komið sér fyrir í eyrum fólks, þar á meðal bjöllur og kakkalakkar sem laðast að hitanum og rakanum.

Ófrýnileg bjalla.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing

Vildi ógleymanlega afmælisveislu svo hún réði skordýrasérfræðing
Pressan
Fyrir 2 dögum

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt

Öflugasti fellibylur ársins nálgast og ferðamenn óttast um líf sitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála

Einkasamtöl „jaðarjarla“ afhjúpa myrka hlið bandarískra stjórnmála
Pressan
Fyrir 3 dögum

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir

12 ára drengur kom heim úr skólanum og uppgötvaði að móðir hans hafði flutt út og skilið hann eftir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Raðnauðgari lofaði hvítum tönnum – Dæmdur í 26 ára fangelsi

Raðnauðgari lofaði hvítum tönnum – Dæmdur í 26 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans