

Velski leikarinn Anthony Hopkins minnist þess tíma þegar hann áttaði sig á að hann þurfti aðstoð í baráttu sinni við alkhólismann:
„Ég var ölvaður og ók bílnum mínum hér í Kaliforníu í rafmagnsleysi, án þess að hafa hugmynd um hvert ég var að fara, þegar ég áttaði mig á því að ég hefði getað drepið einhvern. Eða sjálfan mig, sem mér var alveg sama um,“ sagði hann í hlaðvarpinu The Interview á New York Times.
„Ég hefði getað drepið fjölskyldu í bíl. Ég áttaði mig á því að ég væri alkóhólisti og ég komst til meðvitundar.“
Hopkins, sem er orðinn 87 ára, minntist þess að hafa séð fyrrverandi umboðsmann sinn í partýi í Beverly Hills og viðurkennt: „Ég þarf hjálp.“
Hopkins minntist fleiri smáatriða þar á meðal nákvæmlega hvenær hann heyrði rödd sem hjálpaði honum að hætta drykkjunni eftir að hafa haft samband við 12-spora prógramm í Los Angeles.
„Klukkan var nákvæmlega ellef, ég leit á úrið mitt,“ sagði hann. „Og þetta er óhugnanlegi hlutinn, einhver djúp, öflug hugsun eða rödd talaði til mín innan frá og sagði: „Þetta er allt búið. Nú geturðu byrjað að lifa. Og þetta hefur allt verið af ákveðnum tilgangi, svo gleymdu ekki einni stund af því.“
Hopkins sagði að röddin sem hann lýsti sem „karlkyns“ og „eins og útvarpsrödd“ hafi fjarlægt löngun hans til að drekka.
„Löngunin til að drekka var tekin frá mér, eða yfirgaf mig,“ sagði hann. Hopkins hefur síðan verið edrú í áratugi. „Nú hef ég engar kenningar nema guðdómleika eða þann kraft sem við öll höfum innra með okkur sem skapar okkur frá fæðingu, lífskraft, hvað sem það er. Það er meðvitund, tel ég. Það er allt sem ég veit.“
Hopkins sem fagnaði 49 ára edrúmennsku í desember útskýrði einnig hvers vegna drykkja höfðaði til hans sem yngri leikara.
„Áfengi er frábært því það fær þig til að finnast þú vera í öðru rými samstundis,“ sagði hann og bætti við að það „fékk hann til að finnast hann stór“ og hjálpaði til við að „eyðileggja“ „óþægindi“ hans.
Hann rifjaði einnig upp að hafa komist yfir áskoranirnar.
„Það eru gríðarlegir erfiðleikar í lífinu og maður tekur eftir þeim. En loksins, þegar ég er að nálgast 88 ára aldur, vakna ég á morgnana og hugsa „Ég er ennþá hér. Hvernig?“ “