fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Pressan

Lögregla birtir myndir úr hryllingshúsinu í Connecticut – Hélt stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár

Pressan
Þriðjudaginn 1. apríl 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Waterbury, Connecticut, BNA, hefur birt myndir úr húsi þar sem talið er að kona hafi haldið stjúpsyni sínum föngnum í 20 ár.

Maðurinn náði að flýja úr húsinu í febrúar með því að tendra þar eld með prentarapappír og handspritti. Hann segist hafa verið lokaður inni í þröngu herbergi sem var læst með lási og krossviðarplötu.

Árum saman fékk maðurinn lágmarksskammt af mat og vatni, að því er hann hefur greint lögreglu frá.

Ljóst er að myndirnar sem lögreglan birti sýna að húsið hefur verið í slæmu ásigkomulagi og löngu kominn tími á viðhald. Eldurinn sem maðurinn kveikti hefur líka sitt að segja. Myndirnar bera með sér slæma umgengni og rusl er út um allt hús.

Maðurinn segist hafa kvartað nokkrum sinnum undan meðferðinni á sér er hann var í skóla. Félagsmálayfirvöld töldu sig samt ekki hafa orðið vör við neitt grunsamlegt við rannsókn sína á heimilinu.

Sjá nánar á vef CNN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fékk skilaboð frá manninum sem braut á henni í háskóla fyrir rúmum áratug – „Svo, ég nauðgaði þér“

Fékk skilaboð frá manninum sem braut á henni í háskóla fyrir rúmum áratug – „Svo, ég nauðgaði þér“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði