fbpx
Miðvikudagur 28.janúar 2026
Pressan

143 látnir af völdum óþekkts sjúkdóms

Pressan
Fimmtudaginn 5. desember 2024 05:15

Lassaveira. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óþekktur sjúkdómur breiðist nú út í Panzi héraðinu í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Hann varð 143 að bana í nóvember.

Reuters skýrir frá þessu og hefur eftir embættismanni að staðan „sé mikið áhyggjuefni“ því smitum fjölgi sífellt.

Þess utan hamlar það hjálparstarfi að erfitt hefur reynst að útvega nóg af lyfjum.

Læknar hafa verið sendir til héraðsins til að taka sýni úr sjúklingum og til að rannsaka sjúkdóminn. Sjúkdómseinkennin eru að sögn ekki ósvipuð flensueinkennum.

Hin látnu létust að sögn heima hjá sér vegna skorts á aðhlynningu heilbrigðisstarfsfólks. Konur og börn hafa farið einna verst út úr sjúkdómnum.

Talsmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar sagði á þriðjudaginn að henni hafi verið gert aðvart um sjúkdóminn og að verið sé að rannsaka hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hann sá fréttirnar: „Hann lét mér líða eins vel og mögulegt var“

Fékk áfall þegar hann sá fréttirnar: „Hann lét mér líða eins vel og mögulegt var“
Pressan
Í gær

Stofnaði stuðningshóp eftir að dóttir hennar lokaði á hana

Stofnaði stuðningshóp eftir að dóttir hennar lokaði á hana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Birta myndband af því þegar lögreglumenn ruddust inn og handtóku Lucy Letby

Birta myndband af því þegar lögreglumenn ruddust inn og handtóku Lucy Letby
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kíktu í myndavélina og trúðu ekki eigin augum þegar þau sáu hvað sendillinn gerði

Kíktu í myndavélina og trúðu ekki eigin augum þegar þau sáu hvað sendillinn gerði