fbpx
Laugardagur 09.nóvember 2024
Pressan

Trump gagnrýndur fyrir ósmekkleg ummæli um manninn sem lést í banatilræðinu – „Gaur Hann dó? Hvað meinarðu?“

Pressan
Sunnudaginn 6. október 2024 14:26

Donald Trump Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump hefur ekki lagt það í vana sinn að ritskoða sig. Hann lætur allt fjúka og ef fólki mislíkar það sem hann segir, eða vænir hann um lygar – þá er það yfirleitt bara þeirra vandamál. Þau eru að misskilja eða sjálf að fara með rangfærslur. Þessi aðferðafræði hefur virkað svo vel fyrir stjórnmálamanninn að hann hefur sjaldan haft jafn lítinn hemil á máli sínu og nú í aðdraganda kosninganna í nóvember.

Meðal annars vakti hann umtal nýlega fyrir að kalla mótframbjóðanda sinn, Kamala Harris, greindarskerta og fyrir að halda því fram að innflytjendur frá Haíti stundi gæludýraát.

Trump sneri í gær aftur til Butler í Pennsylvaniu þar sem hann varð fyrir banatilræði í júlí. Þá reyndi ungur maður, Thomas Matthew Crooks, að skjóta forsetaframbjóðandann úr launsátri. Trump slapp með minniháttar áverka en einn gestur á kosningafundinum slapp ekki eins vel og lét lífið við að skýla fjölskyldu sinni frá árásinni. Hinn látni hét Corey Comperatore og starfaði sem slökkviliðsmaður.

Besta sætið í húsinu

Trump vakti reiði í gær þegar hann fór ósmekklegum orðum um harmleikinn. Þar talaði hann um banatilræðið og sagði að Comperatore hefði haft „bestu sætin í húsinu“ á kosningafundinum þar sem hann tapaði lífinu.

„Corey fékk besta sætið í húsinu og hann sagði við konu sína og fjölskyldu í bílnum á leiðinni: Hann [Trump] á eftir að bjóða mér upp á svið. Það sem enginn vissi þá er að Corey yrði að ósk inni þremur. mánuðum síðar þar sem hann yrði í næstum ódauðlegri stöðu. Ástin sem hann sýndi í verki þennan örlagaríka dag og í gegnum lífið það er ástin sem heldur lífinu í þessari hreyfingu.“

Einn notandi á samfélagsmiðlinum X sagði orð frambjóðandans hina örgustu vanvirðingu.

„Vanvirðingin og getuleysið, að geta ekki sýnt nokkra samkennd þegar hann ræðir um það sem gerðist fyrir þann látna og þá sem slösuðust á kosningafundinum“

Annar skrifaði: „Corey fékk besta sætið í húsinu og var gerður ódauðlegur?? Gaur Hann dó? Hvað meinarðu?“

Enn einn skrifaði: „Að tala um hvernig Corey (maðurinn sem dó) fékk bestu sætin í húsinu. Ertu að grínast í mér? Þetta er sætið sem varð honum AÐ BANA“

Ekki allar konur

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump er gagnrýndur fyrir það hvernig hann ræðir um sviplegt andlát Comperatore. Hann hélt ræðu í Colarado í ágúst þar sem hann gerði grín sem sneri að viðbrögðum eiginkonu Comperatore eftir að Trump bauð henni peningagreiðslu.

„Svo það átti að afhenda henni milljónir dollara en þessi kona, eiginkonan, þessi fallega kona, ég rétti henni ávísunina. Við réttum henni ávísunina og hún sagði: Þetta er fallega gert og ég kann að meta það, en ég vildi miklu heldur að maðurinn minn væri enn lifandi. Nú veit ég fyrir víst að sumar konurnar hérna inni myndu ekki segja það sama“

Áhorfendur í salnum hlógu sumir og tvíefldist Trump þá og fór að benda á fundargesti og gaf þar með til kynna að þeirra eiginkonur hefðu þegið peninginn. Til dæmis benti hann á ríkisstjóra Texas, Greg Abbot.

„Ég veit um minnst fjögur pör. Það er fjögur pör, ríkisstjóri þú ert ekki í einu þeirra, en minnst fjögur pör hefðu bara verið helvíti lukkuleg“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Maðurinn sem reyndi að myrða Ronald Reagan biður fólk að hætta að hvetja sig til að drepa Trump

Maðurinn sem reyndi að myrða Ronald Reagan biður fólk að hætta að hvetja sig til að drepa Trump
Pressan
Í gær

Unglingur banaði móður sinni með exi eftir að hún tók af honum spjaldtölvuna

Unglingur banaði móður sinni með exi eftir að hún tók af honum spjaldtölvuna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fíkniefnasalar gengu beint í gildru „sérfræðinga í dularklæðnaði“

Fíkniefnasalar gengu beint í gildru „sérfræðinga í dularklæðnaði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hakkarahópurinn Anonymous fer mikinn eftir að Trump var kjörinn – „Hann getur núna gert það sem honum sýnist“

Hakkarahópurinn Anonymous fer mikinn eftir að Trump var kjörinn – „Hann getur núna gert það sem honum sýnist“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Galnasta samsæriskenning næturinnar? – Halda því fram að konan með Trump sé ekki Melania

Galnasta samsæriskenning næturinnar? – Halda því fram að konan með Trump sé ekki Melania
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sprengjuhótunum rigndi yfir kjörstaði í sveifluríkjum – Taldar eiga rætur að rekja til Rússlands

Sprengjuhótunum rigndi yfir kjörstaði í sveifluríkjum – Taldar eiga rætur að rekja til Rússlands