Sky News skýrir frá þessu og segir að flestir hafi komið 1. maí eða 711. Má rekja það til þess að í kringum mánaðamótin apríl/maí hefst tímabil þar sem betra er í sjóinn en yfir veturinn og því auðveldara að sigla á litlum bátum yfir sundið.
Rishi Sunak, forsætisráðherra, byggir pólitíska framtíð sína á því að taka á þessum mikla flóttamannastraumi og hefur ríkisstjórn hans meðal annars gripið til þess ráðs að semja við stjórnvöld í Rúanda um að taka við flóttafólki.
Hann hefur boðað til kosninga í byrjun júlí og segir að engir flóttamenn verði sendir til Rúanda fyrr en að þeim afstöðnum. En það er háð því að Íhaldsflokkurinn, flokkur Sunak, sigri í kosningunum því Verkamannaflokkurinn hefur heitið því að slaufa Rúanda-áætluninni algjörlega ef hann kemst til valda.
Rúanda-áætlunin hefur verið lengi í undirbúningi en Sky News bendir á að ekki sé að sjá að hún hafi neinn fælingarmátt.