Harrison ræddi við hlaðvarpsþáttarstjórnandann James English í hlaðvarpinu „Anything Goes“ og skýrði þá frá hvar þetta gerðist og hversu langan tíma það tók kúluna að fara þessa 2,4 kílómetra leið.
„Það eru ekki margir sem vita að ég var standandi þegar ég skaut, ég lá ekki. Ég stóð uppi við vegg,“ sagði hann og bætti síðan við:
„Ég gat sé alla Talibanana í þessu þorpi. Ég sá þá standa í röð og bíða eftir að ráðast á hersveit okkar, sem var á leið inn í þorpið. Ég skýrði þeim frá því að ráðist yrði á þá eftir eina mínútu.“
Hann byrjaði síðan að skjóta á Talibanana til að koma í veg fyrir að félagar hans yrðu drepnir. Hann sagðist hafa skotið níu skotum áður en koma að hinu fræga langskoti.
„Ég kannaði þetta og það voru tveir Talibanar þarna uppi og ég vissi að ég hafði skotið á þetta svæði um morguninn. Þetta varði í um þrjár klukkustundir og ég hugsaði með mér: „Ég verð að gera þetta, annars verða félagar mínir drepnir. Ég skaut því fyrsta skotinu og það hæfði ekki, ég sá það lenda fyrir framan einn Talibanann. Ég sá einn standa upp og þegar hann gerði það, skaut ég aftur. Það tók kúluna sex sekúndur að ná að skotmarkinu.“
Craig á metið ekki lengur, hann er nú í þriðja sæti. Næst lengsta skotið var af 2.475 metra færi og það lengsta af 3.540 metra færi.