Fyrri myndin mun heita „The Hunt for Gollum“ og mun Andy Serkis, sem lék Gollum í fyrri myndunum snúa aftur í hlutverki Gollum en auk þess mun hann leikstýra henni. Peter Jackson, sem leikstýrði fyrri myndunum, verður framleiðandi nýju myndanna.
David Zaslav, forstjóri Warner Bros Discovery, sagði á fundi með fjárfestum að myndin sé enn á frumstigi hvað varðar handritsgerð en Jackson og meðhöfundar hans, Fran Walsh og Philippa Boyens, muni koma að verkinu á öllum stigum þess.