fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Tengsl á milli D-vítamínmagns og krabbameins

Pressan
Laugardaginn 4. maí 2024 07:30

Sólin okkar er okkur mjög mikilvæg og tryggir okkur meðal annars D-vítamín. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru tengsl á milli lítils magns D-vítamíns í blóðinu og hættunnar á að fá krabbamein. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar.

TV2 segir að vísindamenn við Álaborgarháskóla hafi gert rannsóknina í samvinnu við erlenda starfsbræður sína.

Tine Jess, sem vann að rannsókninni, sagði í samtali við TV2 að hugmyndir hafi lengi verið á lofti um að D-vítamín dragi úr líkunum á að fá krabbamein.

„Það byltingarkennda í þessu er að áhrifin fara í gegnum örveruflóru þarmanna og því næst í gegnum ónæmiskerfið og hafa áhrif á líkurnar á að fá krabbamein. Við þekktum áður til áhrifa ónæmiskerfisins en það að þetta fari í gegnum örveruflóru þarmanna er ný vitneskja,“ sagði hún.

Rannsóknin samanstendur af tilraunum á músum og greiningu á gögnum úr danska heilbrigðiskerfinu.

Rannsóknin leiddi í ljós að mýs, sem fengu D-vítamínríkan mat, voru með meiri mótstöðu gegn krabbameini.

Rannsakað var hvort þessi niðurstaða músarannsóknanna ætti einnig við um fólk og það var niðurstaðan eftir að farið hafði verið yfir sjúkraskrár 1,5 milljóna Dana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Í gær

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn

„Mamma var með kórónuna þegar ég fór í bað“ sagði konungurinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu

Guinness í jákvæðum vanda – Neyðast til að takmarka sölu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“