En eins og með allar reglur þá eru alltaf einhverjir sem reyna að fara á sveig við þær. Það á svo sannarlega við ökumann einn sem lögreglan í Kaliforníu hafði afskipti af nýlega.
Hann hafði komið dúkku fyrir í farþegasæti bifreiðar sinnar og klætt hana í föt. Eins og sést á meðfylgjandi mynd, sem lögreglan tók, þá var dúkkan bara nokkuð nálægt því að líta út eins og lifandi manneskja, svona sérstaklega þegar horft er á bíl á ferð.
Í færslu lögreglunnar á Instragram kemur fram að það hafi ekki verið dúkkan sjálf sem vakti athygli lögreglunnar í upphafi. Ákveðið hafi verið að stöðva akstur ökumannsins vegna þess að hann ók yfir óbrotna línu. Þegar hann hafði stöðvað sá lögreglumaðurinn að „farþeginn“ í framsætinu var dúkka.