Í nýrri rannsókn var athyglinni beint að áhrifum dómsins á ófrjósemisaðgerðir fólks á aldrinum 18 til 30 ára. Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu JAMA Health Forum.
Nú hefur þungunarrof verið bannað í 14 ríkjum og 11 til viðbótar hafa þrengt réttinn til þungunarrofs mjög.
Frá því að hæstiréttur kvað upp dóm sinn 2022 hafa fleiri konur farið í ófrjósemisaðgerð en áður en dómurinn var kveðinn upp. Nemur aukningin 58 konum á hverjar 100.000. Hjá körlunum fara 27 fleiri í ófrjósemisaðgerð af hverjum 100.000 körlum.
Segja vísindamenn að niðurstaðan sýni að ungt fólk sé líklegra til að leita varanlegra lausna á getnaðarvörnum í kjölfar dómsins.