fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Pressan

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Pressan
Sunnudaginn 28. apríl 2024 16:30

Gróðureldur í Kaliforníu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópa hitnar tvisvar sinnum hraðar en meðalhækkun hita er að meðaltali á heimsvísu. Þetta veldur tíðari hitabylgjum, mikilli hækkun hita og öfgaveðuratburðum á borð við flóð, þurrka og gróðurelda.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í árlegri skýrslu Copernicus, sem er loftslagsstofnun ESB, um stöðu loftslagsmála. Skýrslan heitir „European State of the Climate“.

Síðasta ár var eitt hlýjasta ár sögunnar í Evrópu síðan mælingar hófust. Þetta gildir ekki einungis um hita á landi því sjávarhitinn var einnig hærri en nokkru sinni áður.

Copernicus segir að þetta geti haft miklar afleiðingar fyrir fólk, dýr og náttúruna. Flóð höfðu áhrif á 1,6 milljónir manna og stormar á 550.000 manns. Gróðureldar höfðu áhrif á líf 36.000 manns.

151 lét lífið af völdum veðurs í Evrópu á síðasta ári.

Hinn hái sjávarhiti, sem var sérstaklega hár frá maí og fram í október, hafði mikil áhrif á lífið í hafinu og á fjölbreytileika vistkerfisins.

Hár hiti og öfgaveður kosta einnig skildinginn og nam kostnaðurinn sem svarar til 2.000 milljarða íslenskra króna á síðasta ári. 81% af upphæðinni er tilkomin vegna flóða.

Úrkoman á síðasta ári var 7% meiri en í meðalári.

Ástandið var sérstaklega slæmt á norðurheimsskautasvæðinu en þar hefur hitinn hækkað þrisvar sinnum hraðar á síðustu áratugum en annars staðar á jörðinni. Þetta hefur mikil áhrif á ísþekjuna, sífrerann og vistkerfin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Pressan
Í gær

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann

Maðurinn sem sagði „þinn líkami, mitt val“ handtekinn – Spreyjaði piparúða á 57 ára gamla konu sem vildi bara ræða við hann
Pressan
Í gær

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi

Þessu máttu ekki sleppa ef þú vilt lifa lengi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni

Læknir segir að þess vegna eigi fólk að drekka heitt vatn á hverjum morgni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli

Hann naut trausts æðstu ráðamanna en undir fáguðu yfirborðinu leyndist skrímsli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum

Þess vegna á nætursvefninn ekki að vera undir sjö klukkustundum
Pressan
Fyrir 3 dögum

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi

105 ára segir þetta vera lykilinn að langlífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?

Hversu oft áttu að skipta á rúminu þínu?