Í nýrri rannsókn kemur fram að ljós muni líklega berast frá plánetum þar sem súrefni og sólarljós eru af skornum skammti, sem á líklega við um margar þær fjarplánetur sem hafa fundist til þess. Hér á jörðinni er aðallitur lífs grænn en það er vegna baktería og planta sem nota grænt klórófylli til að breyta sýnilegu sólarljósi í orku.
Á plánetum, á braut um minni og ekki eins bjartar stjörnur, eru lífverur mun líklegri til að geta þrifist ef þær geta knúið efnaskipti sín með ósýnilegu innrauðu ljósi.
Bakteríur, sem treysta á innrautt ljós, þrífast víða á jörðinni, sérstaklega á stöðum sem sólarljós nær ekki til, til dæmis neðansjávar.
Í nýrri rannsókn, sem var birt nýlega í vísindaritinu Monthly Notices of the Royal Astronomical Society kemur fram að vísindamenn hafi ræktað slíkar bakteríur og mælt bylgjulengd þess ljóss sem kastaðist af þeim. Niðurstöðuna notuðu þeir til að líkja eftir hvernig ljósmerki gætu litið út á fjarplánetum.
Vísindamennirnir segja að sjónaukar á borð við the Extremely Large Telescope, sem er verið að smíða í Chile, og the Habitabel Worlds Observatory, sem er enn á hugmyndastigi, geti leitað að ljósi af þessu tagi á fjarplánetum.
„Við verðum að koma upp gagnabanka fyrir merki um líf til að tryggja að sjónaukarnir okkar missi ekki af ummerkjum um líf ef það líkist ekki nákvæmlega því lífi sem við höfum í kringum okkur alla daga,“ sagði Lisa Kaltenegger, meðhöfundur rannsóknarinnar og forstjóri Carl Sagan stofnunarinnar, í fréttatilkynningu.