Hann lenti á þaki hússins, fór í gegnum það og endaði á gólfinu heima hjá Alejandro Otero, sem býr í Naples á suðvesturströnd Flórída, þann 8. mars síðastliðinn.
Sky News segir að hluturinn hafi verið fluttur í Kennedy Space Centre á Cape Canaveral til rannsóknar.
Nú liggur niðurstaða rannsóknarinnar fyrir og segir Bandaríska geimferðastofnunin NASA að um málmstykki sé að ræða sem hafi verið notað til að koma gömlum rafhlöðum fyrir á flutningspalli. Pallinum var skotið frá Alþjóðlegu geimstöðinni fyrir þremur árum og var reiknað með að hann og farmurinn myndu að lokum brenna upp í gufuhvolfi jarðarinnar. En augljóst er að einn hlutur slapp við það og endaði á stofugólfinu hjá Otero.
Otero ræddi við sjónvarpsstöðina WINK í mars og sagði að „mikill hávaði“ hafi heyrst þegar hluturinn lenti á þakinu og fór í gegnum það og hafi verið nærri því að lenda á syni hans.