fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
Pressan

Gríðarstórt eldfjall á Mars var fyrir „allra augum“ og gæti geymt ummerki um líf

Pressan
Sunnudaginn 21. apríl 2024 18:30

Mars. Mynd:ESA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega „fundu“ vísindamenn risastórt eldfjall á Mars en það hafði í raun verið fyrir allra augum síðustu 50 árin. Eldfjallið er um 450 km breitt og rúmlega 9.000 metrar á hæð. Það er í austurhluta Tharsis eldfjallasvæðisins, nærri miðbaug.

Þetta kom fram í máli vísindamanna á hinni árlegu „Lunar and Planetary Science“ ráðstefnu í Texas um miðjan mars.

Live Science segir að vísindamennirnir, sem fundu eldfjallið, hafi tekið eftir því sem virðist vera eftirstöðvar af jökli nærri rótum eldfjallsins. Þeir telja að þetta þýði að eldfjallið geti verið tilvalinn staður fyrir leit að ummerkjum um líf.

Í tilkynningu frá vísindamönnunum segir að þessi blanda risaeldfjalls og hugsanlegs jökulíss sé mjög mikilvæg og bendi til að þarna sé spennandi staður til að rannsaka jarðfræðisögu Mars og leita að ummerkjum um líf.

Geimför á braut um Mars hafa óafvitandi tekið myndir af eldfjallinu allt síðan Mariner 9 geimfar Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA var sent til Mars 1971. En eldfjallið er svo veðrað að enginn tók eftir því fyrr en nýlega.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni

„Klikkaðasta hugmyndin sem nokkur hefur nokkru sinni fengið“ – Gæti bjargað okkur í þriðju heimsstyrjöldinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Krísa af stærstu gerð“

„Krísa af stærstu gerð“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt

Líkami þinn lyktar þegar hann er stressaður og hundar finna þessa lykt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?

Heit umræða – Hvort þurfa konur eða karlar að sofa lengur?