Þetta kom fram í máli vísindamanna á hinni árlegu „Lunar and Planetary Science“ ráðstefnu í Texas um miðjan mars.
Live Science segir að vísindamennirnir, sem fundu eldfjallið, hafi tekið eftir því sem virðist vera eftirstöðvar af jökli nærri rótum eldfjallsins. Þeir telja að þetta þýði að eldfjallið geti verið tilvalinn staður fyrir leit að ummerkjum um líf.
Í tilkynningu frá vísindamönnunum segir að þessi blanda risaeldfjalls og hugsanlegs jökulíss sé mjög mikilvæg og bendi til að þarna sé spennandi staður til að rannsaka jarðfræðisögu Mars og leita að ummerkjum um líf.
Geimför á braut um Mars hafa óafvitandi tekið myndir af eldfjallinu allt síðan Mariner 9 geimfar Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA var sent til Mars 1971. En eldfjallið er svo veðrað að enginn tók eftir því fyrr en nýlega.