Samkvæmt nýrri könnun sem Vive gerði, þá upplifðu sjö af hverjum tíu dönskum konum óumbeðna kynferðislega athygli á síðustu tólf mánuðum.
En það eru ekki bara konurnar sem lenda í slíku því 47% karla hafa upplifðu slíkt á síðustu tólf mánuðum.
Danska ríkisútvarpið hefur eftir Mai Heide Ottosen, aðalsérfræðingi hjá Vive, að henni hafi brugðið mjög þegar hún sá tölurnar. „Ég hélt eiginlega að mikið hefði gerst í kjölfar MeToo-bylgjunnar. Þess vegna kom mjög á óvart að sjá þessar háu tölur,“ sagði hún.
Marie Bjerre, ráðherra jafnréttismála, var einnig brugðið vegna niðurstöðunnar. „Það er alveg ótrúlegt að svo margir lendi í þessu,“ sagði hún og benti á að fjöldi aðgerða sé í bígerð á vegum stjórnvalda til að beina athyglinni að þessu vandamáli.
Hún sagðist einnig veita því sérstaka athygli að 53% stúlkna á aldrinum 16 og 17 ára hafi upplifað hegðun sem megi teljast vera kynferðislega þvingun. Það eru til dæmis hótanir ef þær uppfylla ekki kynferðislegar kröfur, eða beint kynferðislegt ofbeldi.