fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Pressan

Nýjar vendingar í máli háskólanemans sem hvarf sporlaust eftir að honum var hent út af bar

Pressan
Fimmtudaginn 21. mars 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregla leitar enn að 22 ára háskólanema sem hvarf sporlaust eftir að hafa heimsótt bar í miðborg Nashville í Tennessee í Bandaríkjunum.

Riley Strain var að fagna vorleyfi frá háskólanum í Missouri ásamt bræðrum sínum úr bræðralaginu Delta Chi. Þeir voru á pöbbarölti og þegar þarna var komið við sögu var Riley kominn vel í glas. Fór svo að starfsmenn vísuðu honum á dyr, en komu í veg fyrir að félagar hans fylgdu honum eftir. Tryggja þurfti nefnilega að reikningurinn yrði borgaður. Riley gafst upp á að bíða og sendi félögum sínum skilaboð um að þeir þyrftu ekki að stressa sig á honum, hann færi bara upp á hótelið þar sem þeir gistu í fríinu.

Eftir það sást Riley á öryggismyndavél staulast yfir götuna, reikull í spori. Skömmu síðar rakst hann á lögregluþjón og áttu þeir stutt spjall. Sá sagði unga manninn hafa komið vel fyrir og ekki litið út fyrir að vera ofurölvi eða eiga í nokkrum vandræðum.

Þegar restin af Delta Chi kom aftur á hótelið um nóttina fundu þeir Riley hvergi og svo virtist sem slökkt væri á síma hans. Enn hafði Riley ekki látið sjá sig morguninn eftir og þá höfðu félagar hans samband við lögreglu og foreldra Riley.

Hálfum mánuði síðar er Riley enn saknað. Lögregla virðist ganga út frá því að ekkert saknæmt hafi átt sér stað og líklega hafi Riley farið sér að voða. Er nú barinn sem vísaði honum út til rannsóknar þar sem talið er að Riley hafi verið selt áfengi, þrátt fyrir að vera orðinn áberandi ölvaður, en í Nashville er slíkt glæpur.

Foreldrar Riley eiga erfitt með að trúa því að Riley hafi unnið sjálfum sér mein. Þetta kvöld hafi hann hringt í móður sína og hún brýnt fyrir honum að fara varlega. Því hafi hann lofað og seinustu skilaboð til móður hans voru – Ég elska þig.

Nú hafa ný vitni stigið fram í málinu. Par hafi gefið sig fram við fjölskyldu Riley og greint frá því að hafa rekist á Riley kvöldið sem hann hvarf. Þau hafi séð að ungi maðurinn var ölvaður og spurt hvort hann væri nokkuð að íhuga að setjast undir stýri. Riley svaraði því til að auðvitað ætlaði hann sér ekkert slíkt.

Önnur vending átti sér svo stað á dögunum en svo virðist sem að öryggismyndavél sýni Riley nálgast James Robertsson Parkway brúnna. Ekki er ljóst hvað Riley var að gera á brúnni, en hótelið hans var í öfuga átt. F

Er nú leit lögreglu bundin við ánna og stíflu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum

Vinnuveitandi þjónustustúlkunnar lést – Það sem gerðist næst fór fram úr hennar villtustu draumum
Pressan
Í gær

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál

Google Maps leysti dularfullt mannshvarfsmál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir

Sakamál: Hvað varð um Allyzibeth? – Var að fara að birta óþægilegar afhjúpanir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm

Hjúkrunarfræðingur og raðmorðingi – Nú er búið að kveða upp dóm