Á síðasta ári skýrði hún frá því að hún hefði sofið hjá 300 körlum á einu ári og um leið setti hún sér markmið fyrir 2024. Hún ætlar á 52 stefnumót á 52 vikum.
Hún segir að árið hafi byrjað mjög vel hvað þetta varðar og því hefur hún sett sér það metnaðarfulla markmið fyrir 2025 að sofa hjá 600 körlum.
„Ég er ekki hrædd um að ná ekki markmiði mínu á þessu ári því ég er nú þegar búinn að sofa hjá 100. Þetta hefur fengið mig til að hugsa um hvað ég vil afreka á næsta ári. 600?“ sagði hún í samtali við Perth Now.
Einfaldur útreikningur leiðir í ljós að til að ná markmiðinu um 600 hjásvæfur á einu ári þarf hún að sofa hjá tæplega tveimur á dag. Þetta mun væntanlega krefjast nokkurrar vinnu því hún segir að hún muni ekki þiggja neina hjálp við að finna mennina og að það þýði ekkert fyrir karla að sækja um að fá að sofa hjá henni, hún vill sjálf finna þá og velja.