fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Ofskynjanir eða lyf? Eitruð jurt hefur verið notuð í mörg þúsund ár

Pressan
Sunnudaginn 17. mars 2024 17:00

Fræ voru í beininu. Mynd:BIAX Consult

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg þúsund ára gamalt lærbein af geit eða kind, innsiglað með birkitjöru getur veitt mikilvægar upplýsingar um forfeður okkar. Inni í beininu eru fræ úr eitraðri laufajurt, skollarót, sem veldur ofskynjunum.

Þetta fundu þýskir og hollenskir fornleifafræðingar sem voru við uppgröft við Houten-Castellum sem er nærri hollensku borginni Utrecht. Frá því um 600 fyrir Krist og næstu 700-800 árin var blómleg byggð þarna.

Vísindamennirnir, sem unnu að uppgreftrinum, telja að forfeður okkar, sem bjuggu þarna, hafi ekki aðeins vitað að skollarót er eitruð, heldur hafi þeir einnig notað hana.

Skollarót getur valdið ofskynjunum og hjartsláttartruflunum, valdið meðvitundarleysi, lamað öndunarfærin og í versta falli orðið fólki að bana.

Vísindamenn hefur lengi grunað að forfeður okkar hafi notað jurtina vegna eiturefnanna í henni. Maaike Groot, aðalhöfundur rannsóknarinnar, segir að þar sem fræin hafi verið inni í beininu, sem var lokað með birkitjöru, bendi til að skollarót hafi viljandi verið geymd.

En þá vaknar spurningin í hvað plantan var notuð?

Það eru ýmsir notkunarmöguleikar á henni. Fræ plöntunnar hafa fundist í gröfum víkinga og hafa vísindamenn velt fyrir sér hvort hún hafi verið notuð til að setja nokkurs konar „berserksgang“ af stað.

Sögulegar heimildir frá Rómarveldi sýna að jurtin var notuð gegn tannpínu og hósta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad

Líf hjónanna breyttist mjög þegar dóttir þeirra gekk í hjónaband með Assad
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um

Skilur ekki gleðina yfir morðinu sem allir eru að tala um