fbpx
Mánudagur 13.maí 2024
Pressan

Fundu úran á Heathrow – Hryðjuverkalögreglan rannsakar málið

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. janúar 2023 16:45

Frá Heathrow. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landamæraverðir á Heathrow-flugvellinum í Lundúnum fundu lítið magn af úrani í síðasta mánuði. Breska hryðjuverkalögreglan rannsakar nú málið.

Sky News segir að efnið hafi fundist í pakka sem fór um flugvöllinn og var gegnumlýstur eins og venja er. Þetta gerðist 29. desember.

Talsmaður hryðjuverkalögreglunnar sagði að um „mjög lítið magn“ hafi verið að ræða og hafi sérfræðingar skoðað það og skorið úr um að almenningi hafi ekki stafað nein hætta af því. Hann sagði að rannsókn málsins sé enn í fullum gangi en ekki sé að sjá sem það tengist einhverri beinni ógn.

Úranið greindist í efni sem var í sendingunni. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“

Brandy hvarf að heiman – „Undarleg tilfinning sækir á mig“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm

Maðurinn sem getur ekki hætt að stela eggjum villtra fugla fékk dóm
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hætta sölu AstraZeneca bóluefnisins

Hætta sölu AstraZeneca bóluefnisins
Pressan
Fyrir 5 dögum

Norska fjársjóðsleitin er hafin – Milljónir í boði og þú getur tekið þátt

Norska fjársjóðsleitin er hafin – Milljónir í boði og þú getur tekið þátt