fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Pressan

Í fyrsta sinn í sögunni – Bar vitni úr gröfinni og kom morðingja sínum á bak við lás og slá

Pressan
Þriðjudaginn 30. maí 2023 22:00

Judy Malinowski.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var þvert á það sem flestir töldu mögulegt þegar Judy Malinowski tókst að tryggja að maðurinn sem brenndi hana lifandi var dæmdur í ævilangt fangelsi.

Judy, sem var 31 árs tveggja barna móðir, lést í júní 2017. Hún hafði þá legið á sjúkrahúsi í tvö ár eftir að fyrrum unnusti hennar, Michael Slager, hellti bensíni yfir hana og kveikti í henni við bensínstöð. Þetta gerði hann eftir að þau höfðu rifist.

Fjallað er um mál Judy í nýrri heimildarmynd MTV sjónvarpsstöðvarinnar „The Fire That Took Her“.

Judy var endurlífguð sjö sinnum og þurfti að gangast undir rúmlega 50 aðgerðir til að hægt væri að halda henni á lífi. Hún hlaut brunasár á 90% líkamans.

Michael var aðeins dæmdur í 11 ára fangelsi eftir að hann játaði að hafa kveikt í henni. Dómurinn varð hvatning fyrir Judy til að halda fast í lífið til að tryggja að rödd hennar myndi heyrast.

Michael Slager.

 

 

 

 

 

 

„Mamma, það á ekki einu sinni að bera eld að maur. Ég fékk ævilangan dóm en hann ekki,“ sagði móðir hennar, Bonnie, í samtali við People.

Skömmu fyrir andlátið eyddi Judy vikum í að venja sig af verkjalyfjum til að ná því stigi að hún gæti sannfært dómara um að hún væri með skýra hugsun. Þegar þessum áfanga var náð bar hún vitni í þrjár klukkustundir gegn Michael. Hún sagði hann hafa hunsað hjálparbeiðni hennar eftir að hann kveikti í henni. „Hann var illmennskan sjálf á svipinn,“ sagði hún meðal annars.

Vitnisburður hennar var tekinn upp á myndband sem var síðar leikið fyrir dómi.

Michael var ákærður á nýjan leik 2018 og þá fyrir morð. Hann var dæmdur í ævilangt fangelsi á grundvelli framburðar Judy. Þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem fórnarlamb bar vitni í eigin morðmáli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig

Notar þú samfélagsmiðla mikið? – Þá erum við með góðar fréttir fyrir þig
Pressan
Í gær

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu

Kyn læknisins þíns getur haft sérstaka þýðingu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti