fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Pressan

Hjúkrunarfræðingurinn slökkti á viðvörunarkerfi hjartarita til að geta talað í símann – Sjúklingur lést

Pressan
Miðvikudaginn 17. maí 2023 22:00

Mynd úr safni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðfaranótt 29. júlí 2021 var Geraldine Lumbo Dizon, hjúkrunarfræðingur, á næturvakt á Nepean einkasjúkrahúsinu í Kingswood í Sydney í Ástralíu. Ættingjar hennar hringdu í hana þessa nótt og til að hún gæti rætt við þá í friði slökkti hún á aðvörunarbjöllu hjartarita.

Mirror skýrir frá þessu og segir að dómstóll hafi nýlega komist að þeirri niðurstöðu að Dizon hafi ekki látið lækna vita af óreglulegum hjartslætti 85 ára sjúklings rétt áður en hann lést.

Hún var fundin sek um vanrækslu og ófagmannleg vinnubrögð. Hún var einnig fundin sek um að hafa ekki veitt sjúklingnum, sem var karlmaður, viðeigandi meðferð. Nýrna- og hjartastarfsemi hans brást á meðan Dizon talaði í símann.

Annað starfsfólk áttaði sig á að hún hafði tekið viðvörunarbjölluna úr sambandi því hún gleymdi að setja hana aftur í samband.

Dizon bar fyrir sig að hún hefði tekið bjölluna úr sambandi því hún hafi ruglað aðra sjúklinga sem hafi haldið að dyrabjalla væri að hringja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dagur frelsunar og hryllings

Dagur frelsunar og hryllings
Pressan
Í gær

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars

Náðu myndum af mörg hundruð svörtum köngulóm í Inka borginni á Mars
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn

Segir að stuðningskrókódíllinn hans sé horfinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana

Vísindamenn segja þessa æfingu geta lengt lífið og að allir hafi tíma fyrir hana