fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Pressan

Leitaði upplýsinga um „hvernig á að vera raðmorðingi“ – Fundu sundurhlutað lík

Pressan
Föstudaginn 10. mars 2023 22:00

Felicia Johnson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í apríl á síðasta ári var tilkynnt um hvarf Felicia Johnson, 24 ára, frá San Diego í Kaliforníu. Blóðugur farsími hennar og veski fundust nærri almenningsgarði í Houston en hana var hvergi að finna.

Tæpu ári síðar fundust sundurhlutaðar líkamsleifar hennar í Texas. Morðinginn gengur enn laus að sögn lögreglunnar.

Það var starfsmaður samgönguráðuneytisins sem fann líkamsleifarnar í Sam Houston National Forest nærri Flamingo Lakes. Kennsl voru borin á líkið með DNA-rannsókn og rannsókn á tönnum.

Johnson var í Houston í Texas á síðasta ári að leita sér að vinnu. Hún sótti meðal annars um starf á dansstað.

Chukwuebuka Nwobodo

 

 

 

 

 

 

Lögreglan kærði Chukwuebuka Nwobodo, 28 ára, fyrir morð og fyrir að spilla sönnunargögnum í júní. Hann hafði verið handtekinn vegna rannsóknar málsins í maí en var síðan sleppt án þess að vera kærður. Hann gengur enn laus.

Lögreglan segir að gögn sýni að hann hafi sótt Johnson heim til hennar og ekið heim til sín. Þar hafi hann myrt hana og hlutað líkið í sundur. Hann hafi síðan losað sig við líkið og persónulega muni hennar til að reyna að leyna ódæðisverkinu.

Eftir að Johnson hvarf keypti Nwobodo sér sög, ruslapoka, handklæði og vasaljós. Í bíl hans fann lögreglan einnota hanska, eldhúshníf og skóflu. Í skottinu og aftursætinu fannst blóð úr Johnson. Einnig fundust lífsýni úr Johnson í íbúð Nwobodo.

Þegar skoðað var hvað hann hafði skoðað á Internetinu kom í ljós að hann hafði leitað sér upplýsinga um „hvernig á að vera raðmorðingi“ og „hvernig á að skipuleggja morð án þess að nást“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Pressan
Fyrir 2 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Pressan
Fyrir 5 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós