En nú er svo komið að vegna ljósmengunar fækkar þeim sífellt sem sjá stjörnurnar á næturhimninum.
Sky News segir að samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar þá minnki útsýni okkar til næturhiminsins nú hraðar en áður var talið. Nú geti um þriðjungur mannkyns ekki séð stjörnurnar á næturhimni.
Á heiðskírri nóttu getur mannsaugað greint mörg þúsund stjörnur á næturhimninum, stjörnur í Vetrarbrautinni. En vegna ljósmengunar sér fólk sífellt færri stjörnur á himni.
Sky News segir að þetta sé niðurstaða nýrrar rannsóknar á vegum Globe at Night en hún var birt í vísindaritinu Science.
Fram kemur að barn sem fæðist í dag á stað þar sem 250 stjörnur eru sjáanlegar á himni, muni aðeins geta séð um 100 stjörnur þegar það verður 18 ára.